Heldri bræðra kaffi sunnu­daginn 20. október nk.

Milli kl. 14:30 og 17:00.

St. Jóhann­es­ar­stúkan Iðunn

Bræðra­nefnd Fjölnis býður í Heldri bræðra kaffi sunnu­daginn 20. október nk. milli kl. 14:30 og 17:00. Kaffi­boðið er í boði stúkunnar Fjölnis og klæðnaður er óform­legur. 

Hugmyndin er að hittast og eiga ánægjulega stund saman. Sá andi sveif yfir vötnunum á síðasta Heldri brr. kaffi fyrir ári síðan sem tókst með eindæmum vel.  Bræðra­nefndinni er búin  að setja saman smá dagskrá sem við trúum að Heldri bræður hefðu gaman af. Hana er að finna hér fyrir neðan.

Dagskrá:

Kl. 14:30 – Tekið á móti Heldri bræðrum við aðalinngang Reglu­heim­il­isins 

Kl. 15:00 – Ávarp Stm. Fjölnis

Kl. 15:10 – Hádeg­is­stúkan Iðunn og hugvekja um Vestmann­eyjar. 

Arnar Hauksson Ræðumeistari Iðunnar mun fara yfir sögu Iðunnar og þær hugmyndir sem voru á kreiki fyrir stofnun á hádeg­is­stúku innan Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi. Einnig flytur hann stutta en áhuga­verða hugvekju um Vesmanna­eyjar.

Kl. 15:40 Kaffi og meðlæti ásamt notalegri stund með öðrum bræðrum 

Kl. 16:15 – Fjöln­is­bróðir í Norður Kóreu

Fjölnisbr. víðförli, Kristján H. Kristjánsson, mun sýna myndir og fjalla um ferð sína til Norður Kóreu sl. vor. Hann ferðaðist með rútu stranda á milli og að landa­mærum Suður Kóreu. Hann heimsótti marga áhuga­verða staði þ.m.t. grafhýsi Kim Il Sung og Kim Jong Il ásamt safni um Kóreu­stríð og hlutlausa landa­mæra­svæðið.  Uppskipting Kóreu í norður- og suður­hluta átti sér býsna langan aðdraganda. Eftir árang­urs­lausar samninga­við­ræður um stofnun sameinaðs Kóreu­ríkis um þriggja ára skeið lýsti hvor hluti fyrir sig yfir stofnun sjálf­stæðs ríkis árið 1948. Þann 25. júní 1950 hófst Kóreu­stríðið sem stóð yfir í þrjú ár og lauk því einungis með vopnahléi en ekki formlegum friðar­samningi. Kristján fylgdist með hvað íbúar gera 1. Maí og mun segja okkur frá þeirri lífsreynslu og fleiru áhuga­verðu úr ferð sinni.

 Kl. 16:45 – Frekara rabb í hópi góðra bræðra

Það myndi gleðja bræðra­nefndina mikið ef sem flestir Heldri bræður sæju sér fært að koma en skiljum jafnfram að aðstæður geta verið þannig að viðkomandi eigi ekki heiman­gengt. Í tölvu­pósti sem þegar hefur verið sendur öllum bræðrum 67 ára og eldri, er hægt að smella á hnappana ÉG MÆTI eða ÉG MÆTI EKKI. Þá getur bræðra­nefndin áttað sig á hversu margir bræður vilja njóta þessarar stundar.

 Tekið verður á móti bræðrum við aðal inngang Reglu­heim­il­isins. Þið drepið á dyr og í framhaldi ljúkast upp dyr muster­isins.

Ef bræður þurfa aðstoð eða far til að komast á staðinn eru bræðra­nefnd­armenn og aðstoð­armenn þeirra fúsir til að liðsinna viðkomandi. Það eina sem þarf að gera, er að smella á hnappinn VINSAMLEGA SÆKIÐ MIG í tölvu­póstinum og bræðra­nefndin hefur samband í framhaldi.

Borgara­legur klæðnaður – hlökkum til að sjá ykkur

Kær kveðja,
Bræðra­nefnd Fjölnis.

 

 

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?