Heimsókn Fjölnis-bræðra til Eddu 13. nóvember

Einstakur H & V fundur framundan

Þriðju­daginn 13. nóvember munum við Fjölnis-bræður fjölmenna í heimsókn til stúkunnar Eddu. Og tilefnið er ekki lítið. Framundan er H & V fundur stúkunnar sem markar upphaf 100 ára afmælis Eddu. Og til að gera þetta enn ánægju­legra þá verður framkvæmd fundarins eins og hann var við stofnun stúkunnar 1919. Og fundurinn allur fluttur á dönsku.

Það er alveg öruggt að þessi fundur verður þeirrar gerðar að enginn bróðir mun gleyma því að hann sat þann fund. En hafa ber í huga að færri komast að en vilja og skráning á fundinn mun ganga mjög vel. Og því er spurt.Hvenær ætlið þið að gera það. Í dag eða á morgun.

Allar upplýs­ingar um fundinn og innskráningu er að finna í frétt frá Eddu. Hægt er að nálgast hana með því að smella hér.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?