Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

Heimsókn Eddubræðra á H&V hjá Hlín

Heimsókn á H&V hjá Hlín

Þriðju­daginn 9. nóvember sl.  fór St. Jóh. Edda í heimsókn til Hlínar­bræðra á H&V fund á 29 ára afmæli stúkunnar.   Gríðarlega góð mæting var á fundinn, en 91 bróðir sat fundinn.   Fundurinn fór fram í salarkynnum Hlínar­bræðra og var með hátíðlegu sniði.   Tónlist og flutn­ingur erinda einkenndi fundinn, en m.a. var grískur bróðir okkar sem flutti erindi um grísku frímúr­ar­a­regluna.

Eftir fundinn var bróður­bikar og svo hátíðar og veislu­stúka í matsalnum, þar sem bræður áttu góða og skemmtilega kvöld­stund saman.

Á þriðju­daginn nk.  er svo H&V fundur okkar Eddubræðra og vonumst við til þess að sem flestir bræður sjái sér fært að mæta og njóta kvöldsins með okkur.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?