Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Heima í Hörpu

Lifandi tónlist­ar­streymi beint úr Hörpu

Harpa, Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands og Íslenska óperan taka höndum saman og bjóða upp á lifandi tónlist­ar­streymi úr Eldborg klukkan 11 flesta morgna á meðan samkomubann varir. Leikar hefjast sunnu­daginn 22. mars með Gissuri Páli Gissur­arsyni og Árna Heiðari Karlssyni sem flytja sígræn sönglög, ítölsk og íslensk en hverjir tónleikar vara í um 20 – 30 mínútur og verður streymt á Youtube-rás Hörpu og menning­arvef RÚV.

 

DAGSKRÁ

Sunnu­dagur 22.3. kl. 11. Gissur Páll Gissur­arson og Árni Heiðar Karlsson hefja leikinn með sígrænum sönglögum og aríum, úr suðri og norðri. Lög og ljóð eftir Puccini, Sigvalda Kaldalóns, Tosti og fleiri.

Mánudagur 23.3. kl. 11.  Tangóar og tríó eftir Atla Heimi Sveinsson, F. Borne og Jósep Haydn í flutningi hljóð­færa­leikara Sinfón­íu­hljóm­sveitar ÍslandsÁshildar Haralds­dóttur, Bryndísar Höllu Gylfa­dóttur og Önnu Guðnýjar Guðmunds­dóttur.

Þriðju­dagur 24.3. kl. 11. Aría dagsins í boði Íslensku óperunnar.

Miðviku­dagur 25.3. kl. 11. Mozart á miðvikudegi – Serenaða í c-moll eftir W. A. Mozart í flutningi blásara­oktetts úr Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands.

Fimmtu­dagur 26.3. kl.11. Rússneskir ljóða­söngvar og vinsælir slagarar í flutningi Nathalíu Druzin Halldórs­dóttur og Önnu Guðnýjar Guðmunds­dóttur.

Föstu­dagur 27.3. kl. 11.

Hið ómótstæðilega Dúó Stemma skipað víólu­leik­aranum Herdísi Önnu Jónsdótturog Steef van Oosterhout slagverks­leikara úr Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?