Heilbrigð­is­ráðu­neytið gefur út nýja reglugerð sem tók gildi 10. maí 2021

Rýmkun reglna um sóttvarnir í nýútgefinni reglugerð hafa lítil sem engin áhrif á fundarhöld í Reglunni. Heimilt er að fara með hámarks­fjölda úr 100 í 150, sem er vissulega rýmkun, en 1 metra reglan er hins vegar áfram í gildi þ.a. ef nýta á þá aukningu þá gerist það aðeins með því að opna salarkynni til vesturs fram í forsal í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík. Viðbragð­steymi einstakra stúkuhúsa setja áfram viðmið og reglur fyrir einstök stúkuhús.

Ánægjulegt er að sjá að allar starfs­stúkur eru að miða við að ljúka lokafundum og Stórhátíð R. fór fram með 100 þátttak­endum eins og fyrirmæli voru um frá ráðuneytinu.

Fyrir­huguðum kjörfundum er lokið og vonandi tekst að ljúka innsetn­ingum kjörinna Stmm. í mánuðinum. Allt bendir því til að stúku­störfin í haust geti hafist með siðbundnum hætti. Verðum við bara að vona að þegar sú stund nálgast, að þá hafi Íslend­ingum tekist að sigrast á COVID-19 óværunni.

Nýja reglugerð ráðuneyt­isins er unnt að nálgast hér

Verum jákvæðir, verum umhyggju­samir, verum einlægir og verum varkárir.

Góðar stundir kæru bræður!

Viðbragð­steymi R. og SMR

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?