Rýmkun reglna um sóttvarnir í nýútgefinni reglugerð hafa lítil sem engin áhrif á fundarhöld í Reglunni. Heimilt er að fara með hámarksfjölda úr 100 í 150, sem er vissulega rýmkun, en 1 metra reglan er hins vegar áfram í gildi þ.a. ef nýta á þá aukningu þá gerist það aðeins með því að opna salarkynni til vesturs fram í forsal í Regluheimilinu í Reykjavík. Viðbragðsteymi einstakra stúkuhúsa setja áfram viðmið og reglur fyrir einstök stúkuhús.
Ánægjulegt er að sjá að allar starfsstúkur eru að miða við að ljúka lokafundum og Stórhátíð R. fór fram með 100 þátttakendum eins og fyrirmæli voru um frá ráðuneytinu.
Fyrirhuguðum kjörfundum er lokið og vonandi tekst að ljúka innsetningum kjörinna Stmm. í mánuðinum. Allt bendir því til að stúkustörfin í haust geti hafist með siðbundnum hætti. Verðum við bara að vona að þegar sú stund nálgast, að þá hafi Íslendingum tekist að sigrast á COVID-19 óværunni.
Nýja reglugerð ráðuneytisins er unnt að nálgast hér
Verum jákvæðir, verum umhyggjusamir, verum einlægir og verum varkárir.
Góðar stundir kæru bræður!
Viðbragðsteymi R. og SMR