Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 19. október Sjá nánar.

Haustferð Glitn­is­bræðra og systra til Phila­delphiu blásin af

Ákvörðun tekin að vel athuguðu máli í ljósi Covid-19

Haustferð Glitn­is­bræðra og systra til Phila­delphiu hefur verið blásin af.

Með tilliti til þess ástands sem skapast hefur í tengslum við Covid-19 farald­urinn hefur ferðanefnd Glitnis og Stólmeistari stúkunnar komist að þeirri sameig­inlegu ákvörðun að ráðlegast sé að hætta við ferðina. Ákvörðun þessi er tekin að vel athuguðu máli en fyrst og fremst með velferð og öryggi systra og bræðra að leiðar­ljósi.

Ferðanefndin hefur þegar haft samband við þá bræður og systur sem voru búin að skrá sig í ferðina.

Nú er ekkert annað að gera en að líta björtum augum til framtíðar, hækkandi sólar og í raun þakka fyrir að vera svo heppin að búa á okkar yndislega landi við þessar fordæma­lausu aðstæður.

Eggert Elfar Jónsson
Formaður ferðanefndar

Vilhjálmur Skúlason
Stólmeistari Glitnis

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?