Haust­fagnaður Mímis

Laugar­daginn 12.október síðast­liðinn hélt St.Jóh.st.Mímir Haust­fagnað sinn í Reglu­húsinu. Lukust dyrnar upp kl.18 og fljótlega flykktust að bræður og systur til fagnað­arins. Jóhann­esas­ar­sal­urinn stóð opinn og gafst systrum tækifæri til þess að litast um og virða hann fyrir sér. Um kl.19 var til setunnar boðið og hátt í 70 bræður og systur höfðu þá hrist sig saman frammi á marmara og tilhlökkun í mannskapnum.

Veislu­stjóri kvöldsins, br.Hjálmar Jónsson bauð gesti velkomna og fór létt yfir dagskrá kvöldsins. Hann kynnti m.a til leiks „hljóm­sveit“ kvöldsins sem samanstóð af þeim br.Hjörleifi Valssyni og br.Jónasi Þóri. Bauð hann sérstaklega velkominn norskan br.sem fylgdi br.Hjörleifi hér í erinda­gjörðum.

Stólmeistari stúkunnar, br.Guðmundur R. Magnússon bauð alla velkomna og hélt tölu. Þá söng Helga Magnús­dóttir, systir Stólmeistara fáein lög og endaði svo á að kalla til „Þrasta­vina­fé­lagið“ sem aðstoðaði í flutningi síðasta númers. Kvöld­verður var síðan snæddur sem samanstóð af dýrindis krásum, steik­ar­hlaðborð og meðlæti. Það var mál manna að maturinn hefði heppnast afar vel og að lokum var borinn fram eftir­réttur, kaffi og tilheyrandi. Ekki má gleyma að nefna eitt aðalnúmer kvöldsins, Örn Árnason leikari og „hálfbróðir“ mætti og lék og söng af sinni alkunnu snilld.

Allt skipulag og vinna við þennan viðburð var til fyrir­myndar. Veislu­stjórinn samdi, flutti og fór með ógrynni af kveðskap, gesturinn okkar góði frá Noregi söng afar fallegt númer ásamt „hljóm­sveitinni“ og léku þeir á alls oddi.

Það mátti greina á öllum gestum bæði bræðrum og sérílagi systrum að þetta fyrir­komulag þ.e að halda Haust­fagnað hafi mælst vel fyrir og gefið tóninn að skemmti­legum vetri. Voru systur að lokum leystar út með blómvendi og héldu allir glaðir heim á leið eftir ákaflega vel heppnaðan Haust­fagnað.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?