Haust­fagnaður Mímis með systrum

Laugar­daginn 30. október 2021

Haust­fagnaður Mímis­bræðra með systrum verður haldinn laugar­daginn 30. október næstkomandi.

Við munum kappkosta að gera kvöldið sem skemmti­legast. Þessi vettvangur er kjörinn til að þjappa bræðrum og systrum saman fyrir komandi starfs­vetur. Síðasti haust­fagnaður Mímis gleymist seint. 

Dagskrá

Tónlistar­fólkið Örnólfur Örnólfsson, bróðir okkar í Mími, og söngkonan Hrafn­hildur Ýr Víglunds­dóttir og Mið-Íslands­bróð­irinn Jóhann Alfreð munu sjá um ógleym­anlega skemmtun.
Veislu­stjóri verður hinn eini sanni Vigfús Bjarni Albertsson.

Húsið verður opnað kl. 18:00. Stúkan mun bjóða upp á kampavín (champagne) í fordrykk en barinn verður opinn á sama tíma þar sem hægt verður að kaupa borðvín. Systrunum gefst þá tækifæri á að skoða Jóhann­es­ar­salinn.
Borðhald hefst svo stund­víslega kl. 19.

Systur: Óform­legri klæðnaður en á systra­kvöldi
Bræður: Kjólföt, svart vesti

Matseðill

Aðall­réttur
Kálfa rib eye
Sinneps­hjúpuð kalkúna­bringa
Hvítlaukskryddað Lambalæri

Sætar kartöflur, steiktar kartöflur, grænmeti og rauðvínssósa.

Grænmet­isfæði einnig í boði – vinsam­legast látið vita í skráningu

Eftir­réttur
Vanillu créme brúlée og bláberja panna cotta 

Skráning

Miðaverð er 6.000 kr – Athugið óbreytt miðaverð frá 2019.
Opnað hefur verið fyrir skráningu á heimasíðu Reglunnar.
Einungis er um skráningu á netinu. Athugið að ekki verður hægt að skrá á staðnum á laugar­deginum.

— Smellið hér til að skrá á fundinn. —

Skráning er til og með miðviku­deginum 27. okt.  Takmarkaður sætafjöldi. Skráið ykkur sem fyrst.

Ef spurn­ingar koma upp er hægt að hafa samband við:

  • Ari Þórðarson, ari@hreint.is, 822 1888
  • Skúli Unnar Sveinsson, skuli.sveins@gmail.com, 8975587
  • Snorri Guðmundsson, snorrigud@isl.is, 899 9119

Með bróður­legri kveðju,
Ferða – og skemmt­i­nefnd Mímis

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?