Hamar heimsækir Stykk­ishólm

Vorferðin 2022

Stykk­is­hólmur

Vorferð St. Jóh. Hamars árið 2022 er skemmtilegt ferðalag í Stykk­ishólm, þar sem bíður okkar skemmtileg dagskrá í góðum vinahóp. Forskráning er hafin í ferðina hér á vefnum og einungis greiðsla þar staðfestir þáttökuna.

Með forskráningu festa brr. sér gistingu á Fosshótel Stykk­is­hólmi, í einbýli eða tvíbýli. Einnig er heimilt að taka þátt án gistingar og er þeir brr. beðnir að hafa samband við umsjón­armenn beint.

Ath.
Nú er orðið fullt á Fosshótel, en við höfum bætt við nokkrum herbergjum til viðbótar í skrán­inguna, á Frans­iskus Hótel sem er einnig staðsett í bænum.
Við hvetjum þá sem eru áhuga­samir um ferðina, en hafa ekki bókað herbergi ennþá, að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara.

Dagskrá og forskráning

Innifalið í verði:

Gisting með morgunmat og sameig­inleg kvöld­stund með 3ja rétta kvöld­verði.
Rútuferð í Bjarn­arhöfn, Hákarla­safnið, stund með Borgarbrr., grill með léttum drykkjum, heimsókn í húsakynni St.Jóh.frst. Borgar og leiðsögn um innri bæinn.

Dagskráin hefst kl. 10.00.
Brr. koma á einka­bílum í Hólminn.

Verð á mann í tvíbýli kr. 20.200 eða 26.200 í einbýli.

Lokað hefur verið fyrir skráningu á vef Reglunnar.
Hinsvegar er enn hægt að skrá sig í ferðina, en áhuga­samir brr. eru beðnir að hafa beint samband við br. Karl B. Örvarsson í síma 699 2270.

Nánari upplýs­ingar og skrán­ingar í vorferð, án gistingar, veita umsjón­armenn vorferð­ar­innar:
Karl B. Örvarsson í síma 699 2270
Reynir Einarsson í sím a861 8100

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?