Yfir hásumarið þegar að stúkustarfið liggur í dvala hefur skapast sú hefð hjá Mímisbræðrum að hittast í hádegisverð og hefur fyrsti fimmtudagur mánaðarins jafnan verið valinn til þess. Það er gaman að hittast og geta rætt málin, farið yfir það sem á dagana hefur drifið hvort sem það tengst skipulögðu starfi stúkunnar eða úr leik og starfi.
Þann 4.júlí komu saman hátt í 30 bræður á Grand Brasserie og snæddu tvíréttaða fiskmáltíð. Að henni lokinni drukku bræður kaffi og héldu áfram að bera saman bækur sína, skrafa og spjalla. Ánægjuleg stund og skemmtilegur félagsskapur, og eru bræður sem ekki höfðu tök á að mæta hvattir til þess að missa ekki af næsta hádegishitting.