Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 13. janúar 2021 Sjá nánar.

Hádeg­is­hitt­ingur hjá Mímis­bræðrum

Annar hádeg­is­hitt­ingur sumarsins

Yfir hásumarið þegar að stúku­starfið liggur í dvala hefur skapast sú hefð hjá Mímis­bræðrum að hittast í hádeg­isverð og hefur fyrsti fimmtu­dagur mánað­arins jafnan verið valinn til þess. Það er gaman að hittast og geta rætt málin, farið yfir það sem á dagana hefur drifið hvort sem það tengst skipu­lögðu starfi stúkunnar eða úr leik og starfi.

Þann 4.júlí komu saman hátt í 30 bræður á Grand Brasserie og snæddu tvíréttaða fiskmáltíð. Að henni lokinni drukku bræður kaffi og héldu áfram að bera saman bækur sína, skrafa og spjalla. Ánægjuleg stund og skemmti­legur félags­skapur, og eru bræður sem ekki höfðu tök á að mæta hvattir til þess að missa ekki af næsta hádeg­is­hitting.

Eldra efni

Að leggja við hlustir
Kveðjan
Jólaerindi Mímis
Aðventan

Innskráning

Hver er mín R.kt.?