Háaloft og eða „Lodge on High“ (Pleyel´s Hymn)

Einstök orka á III° fundi

Þriðju­daginn 26. nóvember komu Fjöln­isbrr. saman á síðasta III° fund starfs­ársins og var ljómi á hverju andliti. Það mættu 36 brr. á fundinn en orkan á fundinum var einstök. Nýr Meistari var boðinn hjart­anlega velkominn og verður hann okkur Fjöln­isbrr. eflaust til mikils sóma í framtíðinni. Tveir embætt­ismenn, E.Stv og Rm. voru í fyrsta sinn í embætti á III°og stóðu sig mjög vel eins og aðrir embætt­ismenn. Rm. flutti ræðu til hins nýja Meistara og fór með Pleyel´s sálminn (hymn) sem flestir brr. ættu að lesa enda á hann vel við í þessari stúku.

Fram var boðinn svína­hnakki með villi­bráð­ar­kryddi, ljúffengri soðsósu, blönduðum hrísgrjóna- og grænmet­isturni og til hliðar rjóma­lagað salat og ruccola. Góð magafylling fyrir Aðventuna. Þegar út í kvöld­húmið var komið var stjörnu­bjartur himinn og dauf skíma tunglins vísaði brr. veginn heim.

Háaloft

Á háalofti fann
ég þann
sem ég var
og vissi þar
lykilinn að þeim
sem ég er
en henti honum
óvart.

Missti mig
frá mér 

(Þórarinn Eldjárn)

Vefnefnd vill góðfúslega minna brr. á fræðslufund Fjölnis á I°næstkomandi laugardag og svo er samvera með systrum þann 7. desember. Að lokum er svo auðvitað síðasti fundur ársins, Jólafund­urinn 17. desember. Við vonum að sem flestir eigi þess kost að mæta, finna sjálfan sig ef þeir hafa misst sig frá sér en stundum týnum við okkur án þess að verða þess varir og uppskera jólaandann og ljósið um leið.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?