Gunnar Bragason nýr Stm. Fjölnis

Fjölmennur og góðmennur innsetn­inga­fundur

Frá innsetningu nýs Stm. Fjölnis Gunnars Bragasonar (fyrir miðju). Með honum eru fimm fv. Stmm. stúkunnar.

Innsetning nýs Stm Gunnar Braga­sonar

Eftir afgerandi kosningu í síðasta mánuði var innsetn­ing­ar­fundur br. Gunnars Braga­sonar ákveðinn þann 5. apríl 2022. Á fundinn mættu margir góðir gestir og ekki síður fjölmennur hópur Fjöln­isbrr. til að fylgja br. Gunnari inn í þetta merka embætti stúkunnar.

HSM Kristján S. Sigmundsson, fv. Stm. Fjölnis, leiddi fundinn — sem var fallegur og áhrifa­mikill eins og við var að búast. Að fundi loknum komu brr. saman í matsalnum þar sem borin var fram tvíréttuð máltíð sem rann ljúflega niður.
Myndir frá kvöldinu má sjá í mynda­safninu hér að neðan.

Á fundinn mættu 5 af 6 núlifandi Stmm. stúkunnar; brr. Valur Valsson, Kristján S. Sigmundsson, Guðmundur Kr. Tómasson, Stefán Snær Konráðsson og Leópold Sveinsson.

Næsti fundur í Fjölni verður Lf. og er á starfsskrá þann 6. maí.

Fjöln­isbrr. óska nýjum Stm. til hamingju með innsetn­inguna.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?