Góðmennt var á meistaralegum III° fundi þann 30. nóvember þar sem nýr meistari leit dagsins ljós. Værð sveif yfir vötnum og fagmennska embættismanna var til fyrirmyndar.
Þrír bræður voru að stíga sín fyrstu spor í embættum Br.V., E.Stv. og Stm. og voru embættisfærslur með þvílíkum tilþrifum að ætla mætti að ekki væri um bræður að stíga sín fyrstu spor heldur þaulvana maraþon meistara. Bróðurmáltíðin var afskaplega ánægjuleg og var auðmjúkur fiskur í matinn. Ræða ræðumeistara var með endæmum góð og hjálpaði til við meltinguna þannig að bræður örkuðu galvaskir út í snævi þakið vetrarkvöldið glaðir í bragði.