Glæsi­legur fundur á III°

30.nóvember 2021

Góðmennt var á meist­ara­legum III° fundi þann 30. nóvember þar sem nýr meistari leit dagsins ljós. Værð sveif yfir vötnum og fagmennska embætt­is­manna var til fyrir­myndar.

Þrír bræður voru að stíga sín fyrstu spor í embættum Br.V., E.Stv. og Stm. og voru embætt­is­færslur með þvílíkum tilþrifum að ætla mætti að ekki væri um bræður að stíga sín fyrstu spor heldur þaulvana maraþon meistara. Bróður­mál­tíðin var afskaplega ánægjuleg og var auðmjúkur fiskur í matinn. Ræða ræðumeistara var með endæmum góð og hjálpaði til við meltinguna þannig að bræður örkuðu galvaskir út í snævi þakið vetrar­kvöldið glaðir í bragði.

Eldra efni

Golfmót Fjölnis 2022
Því er lokið
Líður að lokum
Vorferð Fjölnis

Innskráning

Hver er mín R.kt.?