Allt starf og samkomur felldar niður fram til 2. febrúar 2022 Sjá nánar.

Fyrsti fundur St.Jóh.st.Mímis

Fjárhags­stúkufundur

Mánudags­kvöldið 13.september síðast­liðinn hélt St.Jóh.st.Mímir sinn fyrsta fund á starfs­árinu. Það er óhætt að fullyrða að eftir­vænt­ingar, tilhlökkunar og spennu gætti meðal sjötta tug bræðranna sem mættir voru til þessa fyrsta fundar. Starfsskrá vetrarins er þétt, fundum á I° hefur verið fjölgað og útlit fyrir annasamt starfsár.

Á þessum fyrsta fundi var farið yfir hefðbundin mál og að honum loknum var sest að bróður­mál­tíðinni. Ljúffeng kjötmáltíð að hætti matreiðslu­meistara Reglunnar sveik engan og ólíkt bræðrunum Karíusi og Baktusi voru það saddir bræður sem sátu þar og sælan hvergi nærri liðin.

Á alvar­legri nótum ber að geta þess að í ljósi aðstæðna erum við enn að gæta fyllsta öryggis þegar að komið er saman í Reglu­húsinu. Á heimasíðu Reglunnar má finna frekari upplýs­ingar *sjá hér*. Kæru bræður, starfið er hafið. Við hlökkum til að geta hist og starfað saman á vetri komandi.

Hittumst heilir.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?