Fundur hjá stúkunni Iðunni á Akureyri

Laugar­daginn 2. október næstkomandi kl 12:00.

Ágætu br. í St. Jóh. st. Iðunni,  

Eins áður hefur komið fram þá býður Stm. ykkur til fundar í Reglu­heim­ilinu á Akureyri laugar­daginn 02. október næstkomandi kl 12:00. Um verður að ræða Fjárhags­stúkufund, sem er fyrsti fundur stúkunnar á starfs­árinu 2021-2022.

Lagt verður af stað frá Frímúr­ara­húsinu í Reykjavík kl. 12:00, föstu­daginn 01. október næstkomandi. Gist verður í tvær nætur á Icelandair hótelinu á Akureyri.

Br. okkar Haraldur J. Sæmundsson, hótel­stjóri á Icelandair hótelinu fyrir norðann, gat lækkað kostn­aðinn fyrir gistingu í tveggja manna herbergi og er núna kr. 18.900 fyrir nóttina eða kr. 9.450 per mann – að sjálf­sögðu með morgunmat. Sama verð á eins manns herbergi þ.e. kr. 18.900. 

Sameig­in­legur þriggja rétta steik­ar­kvöld­verður hefur verið færður frá föstu­deginum 01. október yfir á laugar­dags­kvöldið 02. október og kostar hann eins og áður hefur komið fram kr. 6.200.

Þá til að taka þetta saman þá mun dagskráin líta svona út:

–        Föstu­daginn 01. október, brottför frá Frímúr­ar­húsinu í Reykjavík kl. 12:00.

Við komu til Akureyrar er frjáls tími bræðra, en mögulega verður farið sameig­inlega út að borða um kvöldið og mun það ráðast á staðnum.

–        Laugar­daginn 02. október, Fjárhags­stúkufundur í Reglu­heim­ilinu á Akureyri kl. 12:00.

Ræðumeistari okkar, br. Arnar Hauksson, mun flytja erindi.

Söngstjórinn okkar, br. Helgi Bragason, mun flytja okkur ljúfa tónlist og mun fá liðsinni br. okkar, hans Ívars Helga­sonar, með söng.

Svo venju samkvæmt verður framreidd staðgóð súpa í bróður­mál­tíðinni.

Eftir fundinn er búið að skipu­leggja skoðun­arferð fyrir bræðurna um Eyjafjörðinn.

Sameig­in­legur steik­ar­kvöld­verður á Icelandair hótelinu um kvöldið.

–        Sunnu­daginn 03. október, áætluð brottför aftur til Reykja­víkur um kl. 12:00.

Til upplýsinga þá eru enn örfá herbergi laus á Icelandair hótelinu, þegar þetta er skrifað, en þau fara fljótt, þannig að þeir bræður sem enn eru að hugsa um slást með í ferðina verða að hafa hraðar hendur.

Verið velkomnir til fundar bræður mínir og með eftir­væntingu og tilhlökkun að fá að hitta ykkur aftur.

Með brl. kveðjum, 

Ólafur Helgi Kjart­ansson, Stólmeistari Iðunnar
Hreinn Vídalín, Ritari Iðunnar

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?