Kapítuli VII – Mikil fræðslu­veisla framundan

Bræður hvattir til að koma á næsta VII° fund

Það er mikil fræðslu­veisla framundan á VII° stigi, en aðeins einn VII° fundur áður en að því kemur, þ.e. þann 12. desember.

• Þann 26. janúar nk. (sun) mun Fræðslu­nefnd Reglunnar halda fræða­þingið Kapítula VII, sem jafnan er haldið á 4ra ára fresti. Meðal fyrir­lesara verða Jóhann Heiðar Jóhannsson, Bergur Jónsson, sr. Vigfús Bjarni Albertsson og sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson.

• Þann 5. febrúar nk. (mið) verður RS Snorri með rannsókn­ar­erindi á VII° þar sem R&K sr. Kristján Björnsson mun fjalla um myndir trúar­innar og hlutverk vígðra þjóna innan Reglunnar.

Næsti VII° fundur er fimmtu­daginn 12. desember nk., sem er síðasti VII° fundur fyrir fræða­þingið Kapítuli VII. Þetta er því kærkominn undir­bún­ingur fyrir fræðslu­veisluna í janúar/febrúar. Fundurinn hefst að venju kl. 19:00. Bræður er beðnir um að mæta tímanlega til að liðka fyrir undir­búningi fundarins.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?