Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Fundur á sprengi­kvöldi

Fundinn ber upp á þriðjudegi fyrir löngu­föstu

Þriðju­daginn 25. febrúar 2020 verður fundur á meist­ara­stigi í Fjölni þar sem fram mun fara upptaka meðbróður meðal virðu­legra meistara. Fundinn ber upp á þriðjudegi fyrir löngu­föstu, sem hefst daginn eftir, og því síðustu forvöð til að gera vel við sig í mat og drykk fram að páskum – en svo er boðið að fornum sið að kjötið skuli þá kvatt til páska.

Það ætti því að vera öllum brr. á III° og hærri stigum að vera hvatning að koma til fundarins og taka á móti nýjum br. á meist­ara­stigi og eiga svo ánægjulega br. máltíð að því loknu.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?