Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

Fundur á Meist­ara­stigi hjá St.Jóh. Eddu

Fyrsti 3° fundur starfs­ársins

Í gærkvöldi var haldinn fundur á III. stigi í Stúkunni Eddu.   Mæting á fundinn var afar góð þrátt fyrir válynt veður.   Alls sóttu 43 bræður fundinn, þar á meðal bróðir úr yfirstjórn Reglunnar og bræður gestir.  Þessi góða fundarsókn bendir eindregið til þess að bræðurnir hafi saknað starfsins.   Eru nú bjartir tímar framundan og er óskandi að starfið geti haldist óraskað í vetur.

Á fundinum hlutu tveir meðbræður frömun til meist­ara­stigs.

Þá var á fundinum flutt  einkar skýrt og innihaldsríkt erindi.

Héldu bræður glaðir til síns heima eftir hátíðlega og ánægjulega samveru­stund í góðum hópi.

PÖS.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?