Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 19. október Sjá nánar.

Fundur á IV-V° í Helga­felli

Miðviku­daginn 26. febrúar

St. Andrés­ar­stúkan Helgafell

Á morgun, miðviku­daginn 26. febrúar nk. verður fundur á IV-V° í Helga­felli. Við munum njóta þeirrar einstöku ánægju að fá í heimsókn til okkar, R&K, Gunnlaug Claessen, Stallara Reglunnar og Oddvita Stúkuráðs; hann mun flytja erindi á fundinum. Þá munu tveir St. Jóh. meistarar banka á dyr stúkunnar eftir langa og stranga göngu.

Við ætlum að grípa tækifærið og fjölmenna á þennan fund, til að fagna góðum gesti og bjóða nýja bræður velkomna. Kemur þú ekki líka? Okkur væri sönn ánægja bróðir minn að sjá þig. Fundasókn okkar fer vaxandi og styrkir starf stúkunnar. Njótum hlýlegrar samveru og lyftum huganum í hærri hæðir. Fundurinn hefst á hefðbundnum tíma kl. 19:00.

Við hlökkum til að sjá þig.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?