Fundur á III°

Starfið er hafið

Mánudaginn 30.september síðast­liðinn var fyrsti fundur á III° í stúkunni Mími. Margt var um manninn enda fyrsti frömun­ar­fundur vetrarins og tilhlökkun í bræðrunum að hefja starfið. Er skemmst frá því að segja að fundurinn sjálfur fór vel fram og undir borðhaldi flutti vararæðu­meistari stúkunnar, br.Bjarni Svein­björnsson ljómandi fræðslu og fór með skemmtilegt erindi. Ekki spillti bræðra­mál­tíðin fyrir, ljúffengur fiskur og gómsætt meðlæti og gerðu tæplega 40 bræður góðan róm að máltíðinni. Þá heiðruðu 3 gestir okkur með nærveru sinni og þökkum við þeim bróðurlega og hjart­anlega fyrir komuna. Það er ávallt gaman að fá gesti og eru þeir alltaf velkomnir.

Ferða- og Skemmt­i­nefnd kvaddi sér hljóðs og tilkynnti m.a að nú styttist í Haust­fagnað Mímis sem verður haldinn þann 12.október næstkomandi. Var dagskráin örlítið reifuð og óhætt að segja að tilhlökkun megi ríkja fyrir þessu kvöldi. Nánari fregna og upplýsinga má vænta innan skamms.

Það er margt á döfinni hjá St.Jóh.st.Mími á hausti komandi og hvetjum við alla bræður að kynna sér nánar hvað er um að vera m.a hér á síðunni og fylgjast með tilkynn­ingum í tölvu­pósti og víðar. Við hlökkum til vetrarins.

Hittumst heilir.

Eldra efni

III˚ í upphafi 2020.
Fundur á I°
Fyrsti fundur ársins 2020

Innskráning

Hver er mín R.kt.?