Fundur á III°

Mímir fundar á Meist­ara­stiginu.

Á mánudags­kvöldið var komu saman 25 Mímis­bræður til fundar á III°. Öll framkvæmd fundarins var til fyrir­myndar og ekki var að sjá að nokkur bræðra væri að þreyta frumraun sína í embætt­is­færslum á viðkomandi stigi, en þeir voru allnokkrir og fóru vel með.

Að fundi loknum var sest til bræðra­mál­tíðar. Kraft­mikill kjötréttur var á boðstólum og nutu allir sem einn. Ræðumeistari stúkunnar flutti fróðlegt erindi og mælti til stigþega. Í lokin sleit Aðstoð­ar­meistari bróður­mál­tíðinni og kaffisopi setti punktinn yfir i-ið.

Næsti fundur í stúkunni verður á mánudaginn 10.febrúar n.k og er það H&V.

Eru allir bræður hvattir til þess að mæta tímanlega svo liðka megi til við innskráningu.

Hittumst heilir.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?