Fundur á II°

Þorra­fundur

Á mánudags­kvöldið var fundaði Jóh.st.Mímir á Meðbræðra­stiginu. Það er alltaf sérstök ánægja að sækja fundi á II° þar sem þeir eru ekki svo algengir.

Til siðs hefur Mímir stillt upp þessum fundi í kringum Þorrann og var engin undan­tekning á því í þetta sinn. Að fundi loknum var boðið til borðhalds. Trog höfðu vart undan veislu­matnum og bræður létu sitt ekki eftir liggja og gerðu veislunni góð skil. Vararæðu­meistari stúkunnar flutti erindi og mælti til stigþeganna.

Að máltíð lokinni þáðu bræður kaffi- og tesopa og héldu mettir út í nóttina.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?