Á mánudagskvöldið var fundaði Jóh.st.Mímir á Meðbræðrastiginu. Það er alltaf sérstök ánægja að sækja fundi á II° þar sem þeir eru ekki svo algengir.
Til siðs hefur Mímir stillt upp þessum fundi í kringum Þorrann og var engin undantekning á því í þetta sinn. Að fundi loknum var boðið til borðhalds. Trog höfðu vart undan veislumatnum og bræður létu sitt ekki eftir liggja og gerðu veislunni góð skil. Vararæðumeistari stúkunnar flutti erindi og mælti til stigþeganna.
Að máltíð lokinni þáðu bræður kaffi- og tesopa og héldu mettir út í nóttina.