Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 19. október Sjá nánar.

Fundur á I° hjá Mími

Fræðsla og félags­skapur hjá St.Jóh.st.Mími

Mánudaginn 28.september síðast­liðinn fundaði St.Jóh.st.Mímir á I° og var á fjórða tug bræðra á fundinum, fámennt en góðmennt. Fundar­störf voru í samræmi við það sem lagt hefur verið upp með varðandi sóttvarn­ar­tilmæli og helstu varnir.

Fræðslu­erindi flutti vararæðu­meistari stúkunnar, br. Hjálmar Jónsson og var það afar fróðlegt og skemmtilegt erindi.

Að fundi loknum færðu bræður sig til borðhalds og snæddu bræðra­máltíð í sameiningu. Ljúffengt fiskmeti var á boðstólum og gladdi munn og maga. Það voru allir bræður sammála um það að gott sé að geta hist og haldið fund, en um leið sé afar mikilvægt að tefla engu í tvísýnu með tilliti til ástandsins úti í samfé­laginu. Við förum varlega og gætum vel að öllu, hreinlæti og sóttvörnum.

Næsti fundur í stúkunni okkar er ráðgert að verði mánudaginn 12.október n.k. og fer hann fram á I°. Þangað til hvetjum við alla bræður til þess að fara að öllu með gát, huga vel að handþvotti og sprittun og gæta hvers annars. Hittumst heilir

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?