Fundur á I°

Góða gesti ber að garði

Á mánudaginn var komu Mímis­bræður saman til fundar á I°. Það var glatt á hjalla þar sem St.Andr.st. Hekla hafði boðað komu sína til heimsóknar. Ekki voru einungis bræður úr Heklu sem sóttu stúkuna heim heldur víðar að og þ.á.m alla leið frá Fjóni.

Fundurinn fór í alla staði vel fram og nutu á níunda tug bræðra kvöld­stund­ar­innar. Að hefðbundnum fundar­störfum loknum tóku bræður til við bróður­mál­tíðina sem var fiskur að hætti hússins. Í lok kvölds var svo drukkið kaffi og te líkt og venja er.

Næsti fundur í stúkunni Mími verður mánudaginn 25.nóvember n.k. Þá er vert að geta þess að senn líður að Jólagleði með systrum sem fyrir­huguð er föstu­daginn 6.desember n.k. Takið daginn frá!

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?