Heilbrigð­is­ráðu­neytið gefur út nýja reglugerð sem tók gildi 10. maí 2021 Sjá nánar.

Fullkomin fegurð

Í þeim stundum harða heimi sem víð dveljum í, er ýmislegt misgott í gangi. Skelfileg grimmd, morðæði, mannfyr­ir­litning og ýmislegt annað hræðilegt. Það koma tímabil þegar maður veltir því fyrir sér hvort við eigum tilverurétt á móður jörð.

En svo kemur hin hliðin á peningnum. Manngæska, góðsemi og fegurð. M. a. í bókmenntum og tónlist. Þegar maður hlustar á 5. Píanókonsert Beethovens, þá trúir maður því að samband manns og Guðs sé sannarlega fyrir hendi.

Þessi konsert hefur verið fluttur margoft í gegnum tíðina og ótal listamenn lagt hönd á plóginn í mismun­anandi túlkun verksins. Og hér kemur ein útgáfa sem er sko ekkert slor. Og það eru feðgarnir Maurizio Pollini og Daniele Pollini sem bera hitann og þungann. Maurizio leikur einleik á píanó og slær ekki feilnótu þó hann sé orðinn 78 ára gamall. Og flutn­ingur hans er dásam­legur. Og sonurinn stjórnar eins og engill. Það mætti kalla þá hina heilögu tvennu.

Að hlusta á þennan konsert er andleg heilun á efsta stigi.Komið ykkur þægilega fyrir og ýtið á SPILA-takkann.

Eldra efni

Páskahugvekja 2021
Óheppin ár
Einstakur vinafundur
Vinafundur Fjölnis

Innskráning

Hver er mín R.kt.?