Frímúr­ara­stúkan Sindri með opið hús á Ljósanótt

Laugar­daginn 7 september frá kl. 10 til 14

Á þessu ári eru eitthundrað ár síðan fullgilt stúku­starf frímúrara hófst hér á landi. Það hófst með formlegum hætti þegar Jóhann­es­ar­stúkan Edda í Reykjavík var vígð 6. janúar 1919. Fyrstu áratugina heyrðu frímúr­ara­stúkur undir dönsku Frímúr­ar­a­regluna, eða allt þar til formleg frímúr­ar­a­regla var stofnuð hér á landi árið 1951. Aldaraf­mælis íslensks frímúr­ara­starfs hefur verið minnst með ýmsum hætti á þessu ári. Meðal annars hafa verið sérstakir afmæl­is­fundir, kvikmynd um frímúrara frumsýnd í Hörpu í vor og öll fimmtán stúkuhús landsins hafa verið með opin hús eða munu halda opið hús hluta úr degi og kynna starfsemi sína á árinu.

Árið 1975 komu frímúrarar á Suður­nesjum saman og hófu undir­búning að stofnun formlegrar frímúr­ara­stúku hér á svæðin.  Frímúr­ara­stúkan Sindri var síðan stofnuð 21 nóvember 1978 sem fullgild stúka og varð 40 ára á síðasta ári.

Í Reykja­nesbæ mun Sankti Jóhann­es­ar­stúkan Sindri verða með opið hús að Bakkastíg  16 í Reykja­nesbæ laugar­daginn 7 september frá kl. 10 – 14.  Bæjarbúar og gestum Ljósa­nætur  er velkomið að kíkja við, skoða húsnæði stúkunnar, þiggja veitingar og fá svör við spurn­ingum sem hugsanlega brenna á einhverjum.

Stúkuheimilið í Njarðvík

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?