Frímúr­arastarf í setuliði Banda­manna á Íslandi 1940-1945

Rannsókna­stúkan Snorri boðar til stúkufundar mánudaginn 2. mars

Fundurinn hefst kl 19.00 og fer fram í Reglu­heim­ilinu í Reykjavik. Á fundinn koma bræður í St.Jóh.st. Gimli í Reykjavík í heimsókn.
Á fundinum fer jafnframt fram kosning á nýjum Stólmeistara stúkunnar.

Fljótlega eftir hernámið 1940 íhuguðu frímúrarar í setuliði Breta að stofna eigin herstúku (camp lodge), en fengu ekki leyfi United Grand Lodge of England til þess. Breskir og kanadískir setuliðs­bræður mættu þá sem gestir á fundum í St. Jóh. stúkunni Eddu. Banda­ríkin tóku að sér hervernd Íslands 1941. Í setuliði Banda­ríkja­manna störfuðu frá 1942 tveir frímúr­ara­klúbbar, eingöngu ætlaðir Banda­ríkja­mönnum, fyrst og fremst liðsfor­ingjum. Þessir klúbbar héldu suma fundi sína í húsakynnum íslenskra frímúrara í Reykjavík. Banda­rískir frímúrarar sóttu einnig fundi í St. Jóh. stúkunum Eddu og Rún. Þriðji frímúr­ara­klúbburinn var stofnaður 1944. Hann var fyrir alla frímúrara í setuliði Banda­manna á Íslandi án tillits til þjóðernis eða tignar­stöðu í her. Allir þrír frímúr­ara­klúbb­arnir voru leystir upp árið 1945, eftir stríðslok.

Fyrir­lesari er br. Halldór Baldursson X°  Skv.R.

Br. Halldór Baldursson gekk í St. Jóh.st. Rún 1986 og fluttist í st. Jóh. st. Glitni 2008. Hann var vara kenni­maður (ræðumeistari) í Rún 1988 til 1992.  Í Lands­stúkunni gegndi hann starfi aðstoðar Minja­varðar 2012-2013 og hefur verið Skjala­vörður Reglunnar frá 2013. Br. Halldór hlaut heiðurs­merki Rannsókna­stúk­unnar Snorra 2016.

Br. Halldór Baldursson lauk embætt­is­prófi í læknis­fræði frá Háskóla Íslands 1969, doktors­prófi í bæklun­ar­skurð­lækn­ingum frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð, 1979 og meist­ara­prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 2018. Hann hlaut sérfræði­við­ur­kenningu í bæklun­ar­skurð­lækn­ingum 1979. Árin 1981-1990 var hann yfirlæknir bæklun­ar­deildar FSA, Akureyri. Frá 1990 til 1995 var hann sérfræð­ingur á bæklun­ar­skurð­deild Landspít­alans. Frá 1996 til 2009 ráðgefandi læknir og staðgengill trygg­inga­yf­ir­læknis við Trygg­inga­stofnun ríkisins. Frá 2009 hefur hann starfað sjálf­stætt sem ráðgjafi, aðallega við matsgerðir vegna líkams­tjóna af slysum. Br. Halldór var skurð­læknir (majór) og síðan yfirlæknir (undirof­ursti) á norsku hersjúkrahúsi í Bosníu 1995 – 1996 og starfaði 2000 – 2001 sem herlæknir í friðar­gæsluliði Norðmanna í Kossovó. Hann hefur verið sæmdur riddara­krossi Fálka­orð­unnar, heiðurs­merki Íslensku Friðar­gæsl­unnar með eikarlaufum, heiðurs­merkjum frá Noregi, Sameinuðu Þjóðunum og NATO, auk annara viður­kenninga.

▇  Markmið Rannsókna­stúk­unnar Snorra er að að gangast fyrir rannsóknum, skrifum, fyrir­lestrum og umræðum um fræði, sögu, starfsemi og markmið Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi og málefni þessu tengd.

▇  Félagar í stúkunni geta þeir orðið sem eru fullgildir bræður á stigi virðu­legra meistara eða æðra stigi í Frímúr­ar­a­reglunni á Íslandi.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?