Frímúrarasjóðurinn veitir styrki

Stjórn Frímúrarasjóðsins, menningar- og mannúðarsjóðs Frímúrarareglunnar á Íslandi, samþykkti í byrjun desember 2022, að veita styrki til Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjálpræðishersins á Íslandi til þess að styðja við hið mikilvæga mannúðar- og hjálparstarf sem unnið er á vegum þessara aðila. Styrkirnir eru hvor fyrir sig að upphæð 2,5 miljónir króna, eða samtals fimm milljónir kr.

Formaður stjórnar, Allan Vagn Magnússon, afhenti styrkina Bjarna Gíslasyni framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar og Hjördísi Kristinsdóttur Svæðisforingja Hjálpræðishersins.
Bæði Bjarni og Hjördís, þökkuðu innilega fyrir stuðninginn og báðu fyrir þakklætiskveðjur til bræðranna i Reglunni.

Br. Eiríkur Finnur Greipsson, Bjarni Gíslason framkvæmdarstjóri Hjálparstarfs kirkjunnar og br. Allan Vagn Magnússon
Br. Eiríkur Finnur Greipsson, Bjarni Gíslason framkvæmdarstjóri Hjálparstarfs kirkjunnar og br. Allan Vagn Magnússon
Br. Allan Vagn Magnússon og Hjördís Kristinsdóttir Svæðisforingi Hjálpræðishersins
Br. Allan Vagn Magnússon og Hjördís Kristinsdóttir Svæðisforingi Hjálpræðishersins