Frímúr­ar­a­reglan styrkir flóttafólk frá Úkraínu

Frímúr­ar­a­reglan styrkir flóttafólk frá Úkraínu

Stórmeistari Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi, Kristján Þórðarson, samþykkti í dag, 12. apríl 2022, að veittur yrði fjárstuðn­ingur til Rauðakrossins á Íslandi til stuðnings við flóttafólk frá hinu stríðs­hrjáða landi, Úkraínu. Styrk­urinn kemur úr sjóðum Reglunnar, sem eru byggðir upp á beinum fjárfram­lögum bræðra innan hennar.

Við afhendingu styrksins í dag, kom fram hjá Kristínu S. Hjálm­týs­dóttur framkvæmda­stjóra Rauða krossins, að þörfin á stuðningi væri mikil, bæði hér innan­lands, í löndum Evrópu og síðast en ekki hvað síst í Úkraínu. Þétt net stuðnings- og hjálp­ar­fólks alþjóða Rauða krossins sé byggt á mjög langri sögu og reynslu þúsunda sjálf­boðaliða, sem njóti eða að minnsta kosti eigi að njóta alþjóð­legrar friðhelgi stríðandi afla og því sé samtökunum mögulegt að veita aðstoð við fólk á átaka­svæðum sem og flótta­fólki vítt og breytt um heiminn, sem yfirgefið hefur vígvellina í heima­landinu.

Að sögn Kristínar má gróflega áætla að fjöldi flótta­fólks hér á landi sé kominn yfir 800 einstak­linga, en ýmsar sviðs­myndir geri ráð fyrir því að sá fjöldi geti margfaldast. Styrkur Frímúr­ar­a­regl­unnar kæmi sér ákaflega vel og væri virkilega þakkarverður. Bað hún fyrir einlægar þakkir til bræðra og fjölskyldna þeirra.

Styrk­urinn nemur þrem milljónum króna.

Á myndinni sem teknin er í höfuðstöðvum RKÍ í dag, eru talið frá vinstri: Þorsteinn G. A. Guðnason, Kristín S. Hjálmtýsdóttir og Eiríkur F. Greipsson.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?