Allt stúkustarf frá 11. mars til loka starfsársins 30. júní 2020 fellur niður. Sjá nánar.

Frímúr­ar­a­reglan opnar húsakynnin á menning­arnótt

Bríet­artún 3-5. Laugar­daginn 24. ágúst milli kl. 14:00 og 17:00

Í tilefni af 100 ára afmæli frímúr­ara­starfs á Íslandi verða húsakynni Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi, að Bríet­artúni 3- 5, opin almenningi á Menning­arnótt, laugar­daginn 24. ágúst.  Húsið verður opið frá klukkan 14:00 – 17:00 og mun gestum og gangandi þá gefast kostur á að kynna sér starfsemi Frímúr­ar­a­regl­unnar, skoða húsakynni hennar, ræða við Reglu­bræður og fá fjölbreyttan fróðleik um frímúr­ara­starfið. Tvívegis áður hefur Reglan verið með opið hús á Menning­arnótt og voru viðtökur almennings með eindæmum góðar og því var ákveðið að endurtaka leikinn.

Fjölmargir atburðir hafa verið í boði á þessu afmælisári og eiga eftir að verða, eins og má sjá á heimasíðu Reglunnar, https://frimur­ar­a­reglan.is/reglan/100ar

Nánari upplýs­ingar veita:
Eiríkur Finnur Greipsson Erindreki Reglunnar, sími 898-5200, netfang erindreki@frimur.is
Snorri Magnússon, sími 898-8184, netfang: snorrima@isholf.is

 

Regluheimili Frímúrara

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?