Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Frímúr­araferð St. Jóh. Eddu til Írlands í október 2020

Grand Lodge of Ireland

Eins og kynnt hefur verið þá ætla Eddubræður og systur að fara til Írlands í október 2020 og heimsækja bræður og kynnast landi og þjóð.

Opnað hefur verið fyrir skrán­ingar.

Brottför miðviku­daginn 14. október kl. 07:30 og heimferð 18. október. Flogið verður með Icelandair í beinu flugi. Hér á þessum tengli eru nánari upplýs­ingar um Camden Court hótelið sem gist verður á.

Samstarfs­aðili ferðanefndar Eddu við skipu­lagningu er ferða­skrif­stofan ÍT ferðir með bróður okkar Hörð Hilmarsson í brúnni. Niður­staðan af því ágæta samstarfi er áhugaverð ferð þar sem farið verður á frímúr­ar­afund, í kynnis­ferðir, þátttaka í hátíð­ar­kvöld­verði auk þess sem ferðin er skipulögð með það í huga að tími gefist til þess að skoða sig um á eigin vegum.

Verð pr. einstakling í 2ja manna herbergi er:

 • 172.500 kr.- á bróður / 179.500 kr.- á systur
 • Aukagjald vegna einbýlis er kr. 55.000 kr.
 • *Verð miðast við gengi ISK gagnvart EUR 14. nóv. 2019


Innifalið er eftir­farandi:

 • Beint flug með Icelandair til Dublin með innritaðri tösku
 • Rútuferð erlendis frá flugvelli til hótels og frá hóteli til flugvallar
 • Skoðun­arferð í Stúku­húsið í Dublin og heimsókn á Frímúr­ara­safnið
 • Gisting í fjórar nætur á 4ra stjörnu hóteli með morgun­verði
 • Skoðun­arferð um Dublin með innlendri leiðsögn
 • Skoðun­arferð til Boyne Valley Region (um 7 klst. ferð) með innlendri
  leiðsögn og hádeg­is­verði
 • Skoðun­arferð (4 klst); Malahide Castle og Howth með innlendri leiðsögn
 • Rútuferð fyrir bræður á frímúr­ar­afund og til baka á hótel
 • Rútuferð, matur og skemmtu fyrir systur á meðan bræður eru á fundi
 • Þríréttaður hátíð­ar­kvöld­verður með fordrykk og tveimur drykkjum

Með því að smella á tenglana hér fyrir neðan má nálgast sundurliðaða dagskrá.
Athygli er vakin á því að skipu­lagðar eru tvær útgáfur ferða­til­högunar;

Vakin er athygli á því að B) útfærslan gerir ráð fyrir að bræður og systur komi til Dublin sama dag og farið verður á frímúr­ar­a­fundinn, þannig að skipu­leggj­endur mæla með því að A) útfærslan verði valin.

Greiða þarf staðfest­ing­ar­gjald kr. 30.000 á mann í síðasta lagi mánud. 9. des. til að bóka ferð.

Hér er tengill með upplýs­ingum um greiðslu staðfest­ing­ar­gjalds og þær upplýs­ingar sem þarf að senda til ÍT ferða við skráningu.

Áhuga­samir eru hvattir til að draga það ekki að skrá sig. Reglan er: Fyrstir koma – fyrstir fá.

Ef óskað er nánari upplýsinga um greiðslu­til­högun og skráningu er bent á að hafa samband við skrif­stofu ÍT ferða, sími 588 9900, hopar@itferdir.is

Ef óskað er nánari upplýsinga um ferðina sjálfa er ferðanefndin reiðubúin að veita þær eftir bestu getu.

Ferðanefnd
Eiríkur Hreinn Helgason
Hallgrímur Sæmundsson
Ragnar D. Stefánsson
Vilhjálmur Hreinsson

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?