Frímúr­ara­bræður í Akri með opið hús

Opið hús hjá Akri á Írskum dögum á Akranesi

Laugar­daginn 6. júlí s.l buðu frímúr­ara­bræður í Akri á Akranesi gestum að skoða húsakynni sín “Opið hús” og fræðast um Regluna. Liðlega 200 manns þáðu boðið, þeir voru upplýstir um tilgang Frímúr­ar­a­regl­unnar og þáðu veitingar, m.a voru vöfflu­meistarar Akurs að störfum við góðar undir­tektir. Á 2. hæð var sýnd kvikmynd sem gerð var árið 2001, þegar Frímúr­ar­a­reglan varð 50 ára. Einnig var minja­safnið opið. Á 3. hæðinni var ljósmynda­sýning úr starfi Akurs sýnd á stóru tjaldi.
Tónlist er í hávegum höfð í reglu frímúrara og sáu söngstjórar Akus ásamt Akurskórnum um flutning tónlistar og gerður var góður rómur að.

Er það mat okkar Akurs­bræðra en þessi dagsstund hafi heppnast mjög vel og í raun farið fram úr okkar björtustu vonum.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?