Allt stúkustarf frá 11. mars til loka starfsársins 30. júní 2020 fellur niður. Sjá nánar.

Framkvæmdir í eldhúsi Reglu­heim­il­isins við Bríet­artún

Hefjast strax og standa yfir fram eftir sumri

Eldhúsið í Bríet­artúni tekið í gegn

Ákveðið hefur verið að flýta fyrir­huguðum framkvæmdum við endur­nýjun eldhússins í Reglu­heim­ilinu við Bríet­artún 3. Munu þær hefjast strax og standa yfir fram eftir sumri .

Framkvæmdin er mjög umfangs­mikil og verða veggir, gólf, lagnir og allur búnaður endur­nýjaður. Ein og sér mun framkvæmdin ekki koma í veg fyrir að unnt verði að halda fundi í húsinu á vormánuðum, ef það verður á annað borð heimilað af heilbrigð­is­yf­ir­völdum, en vegna umfangs verkefn­isins er talið mikilvægt að hefja framkvæmdir strax.

Eldhúsið í Bríetartúni tekið í gegn

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?