Framkvæmdir fyrir framan Reglu­heimili Frímúrara

Áætlað er að verkinu muni ljúka í mars 2022

Eins og bræður hafa tekið eftir, þá eru allmiklar framkvæmdir í gangi fyrir framan Reglu­heimili Frímúrara. Samkvæmt upplýs­ingum frá Gunnari Atla Hafsteinssyni, verkefna­stjóra framkvæmda- og viðhalds hjá Reykja­vík­urbog, þá felur verkið í sér gerð upphækkaðra ljósa­stýrðra gatnamóta Borgartúns og Snorra­brautar, gerð tengingar Bríet­artúns við Snorra­braut og tengingu Bríet­artúns að Borgartúni ásamt breyt­ingum á tengingu Hverf­isgötu 113 við Snorra­braut. 

Einnig felst í verkinu gerð göngu- og hjóla­stíga. Framkvæmdin er hluti af stærri breyt­ingum á gatna­kerfi Snorra­brautar, Borgartúns og Bríet­artúns frá Sæbraut að Hverf­isgötu við Hlemm. 

Lagðar verða nýjar fráveitu­lagnir og niðurföll ásamt öðrum veitu­lögnum í samræmi við útboðsgögn.

Verkið felst í að grafa og fylla í götu og gangstéttar, grafa og fylla vegna fráveitu- hitaveitu-, háspennu- og götulýs­ing­ar­lagna, leggja fráveitu-, hitaveitu- og götuljósa­lagnir, grafa fyrir og leggja ídrátt­arrör vegna umferð­ar­ljósa ásamt tengi­brunnum, reisa ljósa­stólpa og umferð­ar­ljósa­stólpa, malbika, leggja kantstein, leggja hellur og ganga frá hliðar­svæðum. Ganga frá yfirborði með götugögnum og öðrum mannvirkjum í samræmi við útboðsgögn.

Áætlað er að verkinu muni ljúka í mars 2022.

Framkvæmdirnar sjást vel á ljósmynd sem Guðmundur Viðarsson, LV tók.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?