Fræðslufundur fyrir ungbræður á I. stigi í St. Jóhann­es­ar­salnum

Laugar­daginn 30. nóv. kl. 11-12

Næsta laugardag, 30. nóv.  kl. 11-12,  verður fræðslufundur fyrir ungbræður á I. stigi í St. Jóhann­es­ar­salnum.

  • Á fundinum mun Siðameistari fara yfir öll þau atriði, sem skipta máli til að gera hvern fund áferð­ar­fallegan, en það er mikilvægt til að auka á upplifun bræðra á fundinum.
  • Þá mun Arnar Þór Jónsson flytja stutt erindi þar sem hann mun fjalla um veru sína í Reglunni og hvað hefur heillað hann og skipt mestu máli við starfið í Reglunni. Arnar Þór er yngri stólvörður í Fjölni og er okkur bræðrum góð fyrirmynd.
  • Þórarinn Þórar­insson mun fjalla um Stúku­salinn, en fáir standast honum snúning þegar kemur að því að lesa í tákn og túlka þau.
  • Fundinum ljúkum við svo með frjálsum fyrir­spurnum og umræðum

Bræður á öllum stigum eru velkomnir til þátttöku á þessum fundi.

F.h. Fræðslu­nefndar,
Jón Bjarni Bjarnason, formaður

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?