Laugardaginn 29. febrúar 2020, kl. 10:00 – 12:00, verður haldinn árlegur fræðslufundur fyrir ALLA bræður sem hlotið hafa VI eða hærri stig. Bræður á VI stigi eru þó sérstaklega hvattir til þátttöku.
Fundurinn verður haldinn í stúkusal St.Andr. stúknanna í Regluheimilinu í Reykjavík (gengið inn frá Borgartúni).
Helstu dagskráratriði fundarins verða:
- Fræðsluerindi um siði, venjur, tákn og hugtök stigsins.
- Almennar fyrirspurnir og umræður
Áætlað er að fræðslufundurinn standi í um það bil 1,5 klst.
Bókasafnið. Að fundi loknum verður bókasafnið opið og munu bókaverðir kynna lesefni stigsins.
Minjasafnið. Bræðrum gefst kostur á að skoða Minjasafn reglunnar eftir fundinn.
Kaffi og kleina verður til sölu í Bræðrastofu kr. 500,-. (í reiðufé). Klæðnaður er snyrtilegur og frjáls.
Bræður hafi með sér frímúraraskírteinið fyrir rafræna innritun á fundinn.
Við væntum þess að sjá sem flesta bræður á fundinum.
St. Andrésar stúkurnar: Helgafell, Hlín, Hekla og Huginn