Fræðslufundur Andrés­ar­stúknanna á VI°

Laugar­daginn 24. febrúar 2018, kl. 10.00

Laugar­daginn 24. febrúar 2018, kl. 10:00 verður haldinn fræðslufundur fyrir ALLA bræður sem hlotið hafa VI stig Reglunnar.

Fundurinn  verður haldinn í stúkusal st:. Andr. Stúknanna í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík (gengið inn frá Borgartúni).

Allir bræður, sem nú eru á VI stigi Reglunnar, eru sérstaklega boðnir velkomnir.
Bræður sem hlotið hafa hærri stig eru einnig hvattir til þátttöku.

Helstu dagskrár­atriði fundarins verða:

  • Fræðslu­erindi um siði, venjur, tákn og hugtök stigsins.
  • Almennar fyrir­spurnir og umræður.

 

Áætlað er að fræðslufund­urinn standi í um það bil 2 klst.

Að fundi loknum verður bókasafnið opið og munu bókaverðir kynna lesefni stigsins.

Minja­safnið verður einnig opið.
Kaffi og meðlæti verður til sölu í bræðra­stofu.
Klæðnaður er frjáls.

Við væntum þess að sjá sem flesta bræður á fundinum.

St:. Andr. Stúkurnar

Helgafell, Hlín, Hekla og Huginn

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?