Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 24. febrúar 2021 Sjá nánar.

Fræðslufundur á Andrés­arstiginu laugar­daginn 16. nóvember

Fundurinn hefst kl. 10:00

Helgafell, Hlín, Hekla & Huginn

Laugar­daginn 16. nóvember nk. verður árlegur fræðslufundur á Andrés­arstiginu þar sem fjallað verður sérstaklega um IV/V stigið. Fundurinn hefst kl. 10:00.

Að þessum fræðslufundi standa St. Andrés­ar­stúk­urnar í Reykjavík þ.e. Huginn, Hekla, Hlín og Helgafell. Allir bræður sem hlotið hafa IV/V stig Reglunnar, hvar sem er á landinu, eru hvattir til að mæta.

Um fundinn

Fundurinn verður haldinn í stúkusal St. Andrésar stúknanna í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík (gengið inn frá Borgartúni).

Allir bræður sem nú eru á IV/V stigi Reglunnar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Bræður sem hlotið hafa hærri stig eru einnig hvattir til þátttöku.

Dagskrá

  1. Fundar­setning
  2. Erindi: Upplifun meðbróður af upptöku þessa stigs
  3. Fræðsla um siði, venjur og tákn
  4. Tvö fræðslu­erindi
  5. Almennar fyrir­spurnir og umræður
  6. Bókasafnið og minja­safnið opið fyrir áhugasama

Áætlað er að fræðslufundinum verði lokið eigi síðar en kl 12:00

Kaffi og meðlæti verður til sölu í Bræðra­stofu.

Klæðnaður er frjáls og snyrti­legur – hafið með rafrænu reglu­skil­ríkin.

Við væntum þess að sjá sem flesta bræður á fundinum.

Aðrar fréttir

Rúnarstund
Nú vinnur birtan á
Að andæfa

Innskráning

Hver er mín R.kt.?