Viðtökur og skráningar á Fræðaþingið á Akureyri hafa gengi vonum framar. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga bræðra. Vel á annað hundrað bræðra hafa skráð sig … boðað komu sína frá því að kynning hófst í sl. viku.
Hér er um tímamótaviðburð að ræða, sannkallaða fræðsluveislu, fjögur fræðaþing yfir daginn og fræðastúkufundur um kvöldið, allt skipulagt og undirbúið í víðtæku samstarfi Fræðslunefndar R., stúknanna á Akureyri – St.Jóh. Rún, St.Andr. Huld og Stúartstúkunnar – auk St.Jóh. Snorra.
Forskráning stendur nú yfir. Margar stúkur hafa komið að máli við okkur og óskað eftir lengri skráningarfresti. Við höfum endurskipulagt ákveðna þætti í undirbúningnum og getum með ánægju tilkynnt að forskráningarfrestur hefur verið framlengdur til 28. febrúar nk. Með þessu gefst brr. aukið svigrúm til að skrá sig, alla þessa viku og fram í byrjun næstu viku.
Einnig hafa þær breytingar verið gerðar að um leið og br. hefur forskráð sig jafngildir það staðfestingu á skráningu, ekki þarf að bíða frekari staðfestingar síðar.
Nánar um alla dagskránna má lesa hér.
Við hlökkum til að sjá þig á Akureyri.