Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 19. október Sjá nánar.

Frábært systra­kvöld að baki – Myndir

Um 370 brr. og systur glöddust saman

Það var kominn 8. febrúar og árið var 2020. Það var komið að því að stúkurnar Gimli og Glitnir héldu sitt árvissa Systra­kvöld. Það var augljóst að í lofti var gleði og tilhlökkun meðal systra og bræðra strax um fimmleytið þegar fólk tók að flykkjast að  Reglu­heim­ilinu við Bríet­artún.

Skipu­lagning dagskrár var með hefðbundnum hætti. Byrjað var með athöfn í hátíð­arsal Relgu­heim­il­isins sem að þessu sinni var í umsjá stúkunnar Glitnis. Stm. Glitnis br. Vilhjálmur Skúlason setti hátíðina og flutti ávarp til systranna. Tónlistar­flutn­ingur var í umsjá söngstjóra stúkunnar, Hilmars Arnar Agnars­sonar ásamt þeim Hjörleifi Valssyni og Bjarna Svein­björnssyni. Söngvarar voru br. Ásgeir Páll Ásgeirsson og br. Sigurður Helgi Pálmason. Jafnframt flutti Magga Stína fyrir okkur eina af perlum meistara Megasar, Tvær stjörnur.

Eftir stundina í hátíð­arsal Reglu­heim­il­isins var haldið niður á jarðhæð og gestir fengu sér hressingu. Að hressingu lokinni var haldið til hátíð­ar­kvöld­verðar í matsal, sem nú hafði fengið allt annað og huggu­legra yfirbragð en dags daglega, með blómum skreittum borðum.

Borðhald var í umsjá stúkunnar Gimli og stýrði Stm. Gimli br. Hallmundur Hafberg borðhaldinu. Minni systra flutti br. Birgir G. Magnússon, minni fóstur­jarð­ar­innar flutti Stm. Gimli. Systir Ingibjörg Systa Jónsdóttir talaði til okkar bræðranna. Allt hið talaða mál fékk góðan róm meðal viðstaddra.

Tindatríó flutti nokkur lög við undirleik söngstjóra Gimli, br. Friðriks Vignis Stefáns­sonar. Hjörleifur Valsson og Jónas Þórir léku nokkur lög af sinni alkunnu snilli. Þá tóku þeir Andri Ívars og Dagur Sigurðsson við og sungu nokkur lög og náðu upp þessari líka fínu stemmningu í salnum. Happdrættið var að sjálf­sögðu á sínum stað og voru margir veglegir vinningar.

Að borðhaldi loknu héldu veislu­gestir úr borðsal á meðan bræður úr Eddu og Lilju komu og breyttu salnum fyrir dansleik.

Að lokum var dansað inn í nóttina til um kl. 2 og eftir það fóru allir sáttir og sælir hver til síns heima eftir vel heppnað systra­kvöld.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?