Sóttvarnareglur hafa verið hertar í starfinu skv. frétt frá viðbragðsteymi R.sem var send út í líðandi viku. Hluti af þessum uppfærðu reglum er að aftur verður notast við forskráningar á alla fundi og viðburði.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um forskráningar má finna hér á vef reglunnar. Við hvetjum alla brr. að kynna sér þessar upplýsingar vel.
Forskráningarkerfið er komið í gang og hefur verið tekið í notkun fyrir alla fundi frá og með deginum í dag.