Fjölnir í öðru sæti

Fjöln­is­bræður og -systur stóðu sig með prýði á Landsmóti frímúrara 2019

Landsmót frímúrara 2019 var haldið á golfvelli golfkúbbsins Mostra í Stykk­is­hólmi laugar­daginn 10. ágúst sl. Framkvæmd og umgjörð mótsins var með mikilli prýði þó norðan gustur hafi gert kylfingum lífið erfiðara. Sex Fjöln­isbrr. og fjórar -systur voru skráð til leiks en liðlega 90 keppendur tóku þátt í mótinu.

Á Landsmóti keppa kylfingar um verðlaun fyrir flesta punkta og fæst högg í bræðra- og systra­flokkum en einnig er liðakeppni, þar sem lið brr. annar­s­vegar og systra hinsvegar, etja kappi. Fjölmörg lið voru mynduð. Fjölnir tefldi fram tveimur bræðraliðum og einu systr­aliði og er skemmst frá því að segja að Fjöln­islið hafnaði í öðru sæti í liðakeppni bræðra. Sveitina skipuðu Leópold Stm., Guðlaugur Am. og Örn 1.v. E.stv. (fyrrverandi Sm). Að auki varð Stm. þriðji bæði í punkta­keppni og höggleik brr. og Þorbjörg, eiginkona hans, náði 2. sæti í höggleik systra. Úrslit Lands­mótsins má sjá hér.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?