Fjölmennt Fjöln­is­hádegi

Þriðja sumar­há­degið í ár

Fjöln­is­hádegi 6. ágúst 2019

Sú hefð hefur fest sig í sessi hjá okkur Fjöln­isbrr. að hittast yfir sumar­tímann einu sinni í mánuði og fá okkur hádeg­ismat saman. Síðast­liðinn þriðjudag, þann 6. ágúst, var þriðji slíkur hádeg­is­mat­urinn okkar þetta sumarið.

Það voru fjölmargir brr. sem komu við á veitinga­staðnum Haust þennan sólríka dag og snæddu saman … svo margir að langborðið okkar góða fylltist nánast. Eins og venjulega var spjallað um allt milli himins og jarðar … sumarstund­irnar bornar saman, utanlands­ferðir ræddar, golfgengi sumarsins og margt fleira.

Einnig var það á vörum margra að hlaðborðið var óvenju gott þetta hádegið, þar sem kokkurinn gerði í því að freista okkar með unaðsslegum eftir­réttum og fullkomnlega grilluðu lamba­kjöti. Það er óhætt að segja að flestir fengu sér aðeins meira í gogginn en þeir ætluðu.

Samkvæmt starfsskrá næsta vetrar liggur fyrir að fyrsti Fjölnis fundur komandi vetrar verður 1. október og er það Fjhst.fundur að venju … en áður en að honum kemur verður fjórða og síðasta hádegi okkar haldið, fyrsta þriðjudag í september. Þar verður hlaðborðið á sínum stað og vonandi sjáumst við sem flestir þá.

Eldra efni

Sigur píslarvættisins
Organsláttur og flugstjórn
Skíma vonar

Innskráning

Hver er mín R.kt.?