Fjölmenni á Lokafundi Draupnis

7. maí 2019

St. Jóhann­es­ar­fræðslu­stúkan Draupnir

Bræðra­fé­lagið Draupnir á Húsavík var stofnað 7. maí 1980 og Jóhannesar fræðslu­stúkan ári síðar 7 maí 1981 í núverandi húsnæði á Garðars­braut 62  á Húsavík. Þá voru 65 bræður viðstaddir hátíðar borðhald stúkunnar, Rúnar­bræður og aðrir góðir gestir og samglöddust Draupn­is­bræðrum yfir stofnun stúkunnar.

Jóhann­es­ar­stúkan Rún á Akureyri er vernd­ar­stúka fræðslu­stúk­unnar Draupnis. Allt frá stofnun fræðslu­stúk­unnar Draupnis hafa Rúnar­bræður greitt götu Draupn­is­bræðra með ýmsum hætti í leit þeirra að ljósi og sannleika innan Reglunnar ásamt Huldar­bræðrum og Stúart­bræðrum á Akureyri.  Gott samband hefur einnig ríkt milli Draupn­is­bræðra og Vökubræðra á Egils­stöðum. Saman stóðu stúkurnar fyrir Systra­kvöldum árum saman og Jónsmessu­há­tíðum á Mývatns­öræfum í náttúru Íslands. Það var enginn svikinn af þeim samkomum. Þessar stúkur hafa allar staðið fyrir gagnkvæmum heimsóknum bræðranna, ekki síst á afmæl­is­fundum.

Milli 45 og 50 bræður hafa jafnan setið hátíð­ar­borð­haldið á lokafundi Draupnis nema í ár þegar haldið var upp á 38 ára afmæli Draupnis. Nú bar svo við að 70 bræður sátu hátíð­ar­borð­haldið og þátttöku­metið var slegið.  Ég kann ekki skýringu á því nema þá að á undan­förnum árum hefur Draupnir haft góðan meðbyr og nokkrir bræður hafa bæst í bræðra­keðjuna. Það er byr í seglunum og nú er lag að nýta þennan byr til góðra verka í þágu Reglu­starfs á norðaust­ur­landi.

Með bróður­legri kveðju

Sighvatur Karlsson

Stj br Draupnis

Innskráðir brr. geta skoðað myndir frá fundinum, hér á síðunni.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?