Fjölmenni á Alzheimer-ráðstefnu

– tæplega 400 manns í 6 Reglu­heimilum og enn víðar um land

Sunnu­daginn 3. apríl sl. var haldin opin og efnis­mikil fræðslu­ráð­stefna um Alzheimer og aðra heila­bil­un­ar­sjúkdóma í Reglu­heiminu í Reykjavík, undir forystu Fræðslu­nefndar Frímúr­ar­a­regl­unnar í samstarfi við Alzheimer­sam­tökin. Frímúr­ar­a­reglan hefur látið sig heila­bil­un­ar­sjúkdóma varða.

Margir bræður þekkja þennan sjúkdóm, sem er ein helsta áskorun heilbrigð­is­þjónustu okkar tíma. Ráðstefnan var því opin öllum bræðrum, fjölskyldum þeirra og vinum. Fjallað var um viðfangs­efnið út frá fjórum sjónar­hornum, sem endur­spegl­aðist í vali á frummæl­endum – sjá nánar í kynningu hér: https://frimur­ar­a­reglan.is/frettir/radstefna-um-alzheimer-sjukdominn-2/. Erindi frummælenda voru fróðleg og áhrifa­mikil og snertu svo sannarlega við tilfinn­ingum áheyrenda.

Um 270 manns sóttu ráðstefnuna í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík, þar var húsfyllir. Einnig fylgdust um 95 manns með ráðstefnunni í streymi í fimm stúku­húsum á lands­byggðinni; á Akureyri, Egils­stöðum, Sauðár­króki, Siglu­firði og í Stykk­is­hólmi. Alls 365 manns, en auk þess fylgdist fjöldi bræðra með ráðstefnunni á netinu í þeim tilvikum að stúkur gátu ekki efnt til samkomu í stúku­húsum sínum, bræður voru veikir heima eða staddir erlendis, og fengu því sendan hlekk til að sitja ráðstefnuna í rauntíma. Því má varlega ætla að alls 400 manns hafi sótt ráðstefnuna. 

Að loknum framsögu­er­indum sátu frummæl­endur fyrir svörum. Ársæll Guðmundsson stýrði pallborð­sum­ræðum og tók á móti fyrir­spurnum úr sal, en formaður Fræðslu­nefndar, Einar Kristinn Jónsson, ráðstefn­u­stjóri, var í beinu sambandi við tengiliði stúkna út á landi og lagði spurn­ingar þeirra fyrir pallborðið, sem var svarað greiðlega og skilmerkilega.

Hvernig getum við frímúr­ara­bræður brugðist við ef einhver bræðra okkar greinist með Alzheimer? Þetta var ein fjölmargra spurninga frá áheyr­endum. Eitt svarið var: Takið eftir því hverjir eru hættir að mæta á fundi, það eru oft einkennin, draga sig í skel. Hringið í þá, hvetjið þá til að koma, sækið þá og takið með ykkur á fund, keyrið þá heim aftur, ekki láta þá detta úr félags­legum tengslum.

Ráðstefnan var tímamóta­við­burður. Í fyrsta lagi var hér langfjöl­mennasti viðburður á vegum Reglunnar í mörg ár. Í öðru lagi var þessari stóru ráðstefnu streymt til margra staða í senn þannig að bræður, fjölskyldur þeirra og vinir, gætu hist í stúku­húsum víða um land – og var því góð kynning fyrir Regluna út á við. Í þriðja lagi höfðu frummæl­endur orð á því hve metnað­arfull dagskráin var, þar sem sérfræð­ingar og leikmenn fjölluðu um sjúkdóminn út frá fjórum sjónar­hornum samtímis. 

Undir lok ráðstefn­unnar las Arnar Hauksson, læknir, upp greinina: Lærdómur, sem birtist nýlega í Lækna­blaðinu, eftir Magnús Karl Magnússon, lækni og aðstandanda (eiginmann), og má segja að hafi rammað inn umræðuefni dagsins á áhrifríkan hátt, en Magnús var meðal ráðstefnu­gesta. 

Guðmundur Kr. Tómasson, YAR, oddviti Fræðaráðs, setti ráðstefnuna og rakti m.a. framlög Frímúr­ara­sjóðsins til ýmissa verkefna, s.s. tengdum heila­bil­un­ar­sjúk­dómum. Gunnar Þórólfsson, SRMR, sleit henni með lokaávarpi. Fyrir­lesurum voru færðir blómvendir sem þakklætisvott fyrir framlag þeirra.

Ráðstefnan þótti takast einstaklega vel og hafa Fræðslu­nefndinni borist í kjölfarið fallegar kveðjur og þakkir frá bræðrum. Tæknisvið Reglunnar notaði m.a. 5 mynda­vélar og 6 hljóðnema í beinu streymi ráðstefn­unnar og tók hana um leið upp. Myndbandið er nú í eftir­vinnslu og verður fljótlega aðgengilegt.

57 bræður komu að undir­búningi og störfum við sjálfa ráðstefnuna og streymið frá henni, þ.a. 41 í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík og 16 úti á landi. Fræðslu­nefnd færir öllum þessum bræðrum innilegar þakkir. Þá færir Fræðslu­nefndin bestu þakkir öllum þeim sem lögðu fram fyrir­spurnir, sem auðguðu umræðu­efnið, sem og yfirstjórn Reglunnar og Stjórn­stofu fyrir mikilvæga aðstoð og stuðning. 

Hér má sjá nokkrar myndir frá þessari áhuga­verðu ráðstefnu.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?