Heilbrigð­is­ráðu­neytið gefur út nýja reglugerð sem tók gildi 10. maí 2021 Sjá nánar.

Ferð Gimli bræðra til Vöku á Egils­stöðum

20. apríl

Þann 20. apríl næstkomandi mun Gimli efna til ferðar á I° fund hjá Vöku á Egils­stöðum. Nýkjörinn stólmeistari stúkunnar, br. Jens Davíðsson mun, ásamt ásamt öðrum bræðrum í Vöku, taka vel á móti okkur. En þess má geta að br. Jens tók sín fyrstu skref á frímúr­ara­brautinni í Gimli.

Farið verður með flugi frá Reykja­vík­ur­flug­velli og er brottför kl: 16:00 og mæting minnst 30 mínútum fyrir brottför. Flogið verður tilbaka til Reykja­víkur um kvöldið eftir bróður­máltíð.

Fundurinn byrjar kl: 18:00 og er upptökufundur.

Bræðrum í öðrum stúkum er velkomið að skrá sig og nýta þetta einstaka tækifæri til þess að heimsækja bræður okkar á austur­landi.

Flug og fundur

Kostnaður er 28.800 kr. fyrir flug og flugvalla­skatta, báðar leiðir. Kostnaður vegna borðhalds eftir fund er 3.200 kr.
Skráning fer fram hér á síðunni og er bræðrum bent á það að skrá sig sem fyrst þar sem takmarkaður sætafjöldi er í boði.

Lokað hefur verið fyrir skráningu í ferðina.

Með bróður­legri kveðju,
Bræðra­nefnd Gimli.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?