Fenrir hélt sinn 14 aðalfund þann 11 mars í Frímúrarahúsinu við Ljósutröð í Hafnarfirði en 22 félagsmenn og 6 gestir mættu eða 28 manns. Að fundi loknum var súpa og brauð í boði klúbbsins og fólk tók gott spjall saman.
Dagskrá var haldin samkv lögum félagsins og Matthías Daði Sigurðsson var kosinn fundarstjóri.
Atli formaður Fenris las skýrslu stjórnar og sagði frá liðnu starfsári en þar bar hæst að stjórnin hélt 3 stjórnarfundi á árinu og 16 skipulagðar ferðir voru farnar hjá Fenri.
Flest voru hjólin 34 en fæst 11 og 8 nýir félagar bættust í hópinn á árinu.
Sumrinu var startað með forvarnarkvöldi þar sem hjólað er á Bauhaus planinu undir leiðsögn Sigurðar Jónassonar hjá 17.is
Jónsmessu ferðin tókst mjög vel en farið var á fund á Akureyri. 14 manns á 9 hjólum tóku þátt að þessu sinni. Veðrið breytti aðeins plönum vegna vinds en vindstyrkur var um 20-23 m/sek en hinsvegar var mjög hlýtt. Gist var ein nótt á Laugarbakka á heimleið. Margt skemmtilegt var gert eins og ávallt.
Fenris félagar telja í dag um 106 sem eru á póstlista klúbbsins. Ef árgjald er ekki greitt detta þeir út rúmlega ári seinna á póstlistanum
Haustferðin var loks farin 2021 en hafði fallið niður af góðum og gildum ástæðum. Farið var um Vatnsleysuströnd og Reykjanesbæ en 48 manns tóku þátt í ferðinni sem var vel heppnuð og endaði á mat í Frímúarhúsinu í Reykjanesbæ.
Formaður þakkaði að lokum fyrir góðan félagsskap, góða þáttöku og félagsskap og vonaðist eftir góðu hjólasumri.
Árni gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins
Tekjur ársins voru kr. 892.281,- en var kr. 386.828,- árið á undan. Tap ársins var kr.- 455.636,– en kr -121.314,- árið á undan en mikil vörukaup voru það ár.
Eigið fé var kr. 468.175,- En var kr. 763.373,- sem skýrist af því að ekki var farin óvissuferð 2019 og 2020.
Árgjald Fenris verður hækkað í kr. 3000,-
Kosið var um Ritara og meðstjórnanda til 2024 og varamann til eins árs eða 2023
Ólafur Guðbergs gaf ekki kost á sér áfram í ritarann eftir 12 ára setu í stórn og Magnús Páll gaf ekki heldur kost á sér í Meðstórnanda.
Reynir Kristjánsson gaf kost á sér sem ritara og Arnbjörn Arason sem meðstjórnandi og Hannes Gilbert sem varamaður til eins árs.
Engar aðrar tillögur bárust. Samþykkt samhljóða.
Skoðunarmenn reikninga gáfu áfram kost á sér og eru það Birgir Ómar Haraldsson og Hermann Jakobsson, er stungið uppá þeim til áframhaldandi setu
Stjórn Fenris 2022-2023 er því eftirfarandi:
• Formaður: Atli Vilhjálmsson til 2023.
• Ritari: Reynir Kristjánsson til 2024.
• Gjaldkeri: Árni Sörensen til 2023.
• Meðstjórnandi: Arnbjörn Arason til 2024.
• Meðstjórnandi: Sigurður Örn Magnússon til 2023.
• Varamaður: Hannes Gilbert Hjaltason til 2023.
Önnur mál á aðalfundi
- Arnbjörn Arasons tók til máls og vildi vekja athygli á öðrum hjólasamtökum innan Frímúararreglunnar sem heita Widows Sons Iceland sem er MRA klúbbur sem er alþjóðlegur félagsskapur Frímúrara sem aðallega tengist góðgerðarstarfi tengdu Frímúrurum sem einbeita sér að fjáröflun fyrir þá sem minna mega sín. Aðild að Widows Sons hefur ekki áhrif á aðild að öðrum klúbbum. Fjáröflun og kynning á þessum klúbbi verður í sumar þann 9-10 júlí með Rally.
- Umræður voru um og áhyggur að þessi klúbbur myndi stangast á við Fenrir og hjóladaga klúbbsins en það er ekki enda WS skilgreindur sem góðgerðarfélag en hjólað er meira í Rally í stað fastra hjóladaga eins og í Fenri.
- Atli Formaður kynnti fyrirhugaðar ferðir sumarsins og skipulag þess. Sagði að ekki væri mikil bjarsýni með Jónsmessuferð á Ísafjörð þetta árið en erfitt hafi verið að fá svör um skráningu og skipulag auk gistingar sem er á skornum skammti. Hvatti hann félaga sem ættu forgang og aðstöðu að skrá sig þegar að því kæmi en ekki séu miklar líkur á að Fenrir stefni Vestur. Jónsmessuferð verði þá skipulög á Akureyri í staðin.
- Dagskráin verður send út fljótlega og birt á Fésbókarsíðu klúbbsins.
- Formaður ræddi póstmálin og minnti félaga enn og aftur á að skoða Junk póstinn sinn en margir hafa lent í vandræðum með að fá fréttapóst Fenris. Í sumum tilfellum skilar hann sér bara alls ekki. Nokkur umræða skapaðist undir þessum lið en nokkrar hugmyndir komu upp þessu tengdu varðandi aðgang að póstlistum til útsendingar sem verður skoðað í stjórninni.
- Stjórnin veitti Jóhönnu blómvönd í þakklætis skyni fyrir óeigingjarnt starf í þágu klúbbsins.
- Formaður minnti á varning sem klúbburinn á og er að selja í aðstöðu hjá Magnúsi í Stapahrauni. Mynnti sérstaklega á nýju bókina sem Jón Þór Hannesson gerði og er með myndum af félagsmönnum Fenris
- Formaður sleit fundi en þakkaði fráfarandi stjórnarmönnum, Ólafi og Magnúsi fyrir samstarfið á liðnum árum og þakkaði fyrir þeirra störf í þágu klúbbsins en Ólafur hefur verið í stjórn Fenris í 12 ár. Bauð jafnfram nýja stjórnarmenn Reynir og Hannes velkomna í stjórnina.
- ATH eitthvað hefur verið um það að bræður hafi fengið póst Fenris í Junk/Rusl póst en þá þarf viðkomandi að opna póstinn þar og merkja hann öruggann!
- Dagskrá Sumarsins verður send út fljótlega vonumst við til að sem flestir láti sjá sig í ferðum sumarsins. ATH ef netföng hafa breyst þá vinsamlegast senda tölvupóst á formann Fenris, Atla Vilhjálmsson betribilar@simnet.is.
- Ef einhver vill ekki fá tilkynningar í tölvupósti þá er hægt að afskrá sig með því að senda beiðni um afskráningu á ofangreint netfang eða afskrá sig sjálfur neðst á síðu í Fenris póstinum.
Með brl. hjólakveðju
Stjórn Fenris

Stjórn Fenris