Fallegur fyrsti upptökufundur Fjölnis

Merkileg innsetn­ing­ar­athöfn SMR framundan

Á fyrsta upptökufundi vetrarins voru 67 bræður saman­komnir til að umvefja nýjan bróður hlýju og vinsemd. 5 gestir komu frá stúkunum Eddu, Njálu og Rún, og var þeim vel fagnað.

Rétt eins og segir í sálminum, var orðið við beiðni hins nýja bróður.

„Vísa mér, faðir, veg þinn á,
vík minni ferð til greiða,
óvinum mínum frels mig frá;
fullvel kanntu þeim eyða.
Von mín er sú, bón traust og trú
að tjáir mér góðvild sanna.
Innleið þú mig um lífsins stig
á land lifandi manna.

Annað sinn drottinn eftir það eftir Hallgrím Pétursson

Lagið Sæti Jesú, sjá oss hér (Liebster Jesu, Wir Sind Hier) eftir J. S. Bach ómaði undurfagurt við upptökuna.

Baldur Vignir Karlsson, v.Rm. hélt fræðslu­erindi um ákvarðanir manna sem verða þeim og öðrum til heilla, og hve mikil gæfa það er fyrir okkur bræðurna að hafa leiðsögn frímúr­ara­fræðanna að leiðar­ljósi á lífsbrautinni.

Innsetn­ing­ar­athöfn hins nýkjörna SMR Reglunnar verður 26. október nk.. Nokkur sæti eru enn laus fyrir athöfnina en uppselt er orðið í hátíð­armatinn. Bræður eru hvattir til að missa ekki af þessari einstöku athöfn og skrá sig á vef Reglunnar.

Næsti fundur í stúkunni okkar verður svo 29. október á I gr.

Að fundi loknum tók við bræðra­máltíð með veislumat þar sem svína fillet og meðlæti að hætti hússins gladdi marga maga. Kvöldinu lauk með söng og samtölum yfir kaffi­bollum. Eftir þetta ljúfa kvöld hurfu menn á braut með gleði í hjarta.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?