Fallegur fyrsti fundur Fjölnis

Fjölbreytt starf framundan

Að venju var fjárhags­fund­urinn fyrsti fundur vetrarins og það voru 55 bræður sem komu og sátu þennan fallega fund. Þar af var einn gestur frá stúkunni Röðli.

Flutt var skýrsla um starfsemi Fjölnis starfsárið 2018 – 2019. Þá var ársreikn­ingur kynntur og samþykktur.

Stm. flutti ávarp og fór m. a. yfir helstu verkefni stúkunnar sem framundan eru. Þar er af ýmsu að taka, en Fjölnis bræður fengu fyrir stuttu tölvupóst sem innihélt upplýs­ingar um verkefnin og dagsetn­ingar sem tengjast þeim. Stm. ræddi einnig vinnu­reglur sem tengjast, kynningu, kosningu og upptöku tilvonandi bræðra ásamt hlut meðmælenda. Rétt er að geta þess að reglugerð um meðmæl­endur er að finna á innri vef Reglunnar. Það er áhugaverð lesning sem allir bræður ættu að kynna sér.

Þá kom fram að kosning nýs SMR Reglunnar mun eiga sér stað föstu­daginn 4. október og innsetn­ing­ar­athöfn verður síðan 26. október. Bræður voru hvattir til að missa ekki af þeirri athöfn, en skráning á fundinn verður á vef Reglunnar.

Rm. hélt erindi um líf og störf frímúrara og að miklu skipti að nýta þann tíma vel sem okkur er ætlaður. Þá væri gott að hafa iðjusemina að leiðar­ljósi.

Næsti fundur í stúkunni okkar verður svo 8. október á III gr.

Að fundi loknum tók við bræðra­máltíð með veislumat þar sem svína­hnakki spilaði stórt hlutverk ásamt ýmsu viðbiti. Kvöldinu lauk með sameig­in­legri kaffi­drykkju og menn voru sammála um að það væri eins og við hefðum allir hist deginum á undan. Hurfu svo á braut með gleði í hjarta.

Eldra efni

Tölum saman í afmælinu
Sigur píslarvættisins
Organsláttur og flugstjórn
Skíma vonar

Innskráning

Hver er mín R.kt.?