Ekki verður af jólatrés­skemmtunum í Reglu­heim­ilinu

Engin miðasala sunnu­daginn 5. desember

Ágætu bræður

Jólatrés­skemmtanir í Reglu­heim­ilinu voru fyrir­hugaðar á milli jóla og nýárs, enda mjög fjölsóttar skemmtanir í gegnum árin.

En því miður veldur óvissan og staðan á COVID-19 faraldrinum núna, fréttir af óvissu um framhald aðgerða og nauðsyn á löngum undir­bún­ingstíma því að ekki getur orðið af þessum eftir­sóttu skemmtunum um næstu jól – eins og  um síðast­liðin jól. Það verður því engin miðasala n.k. sunnudag eins og bræður hafa getað treyst á, á liðnum árum.

Undir­bún­ings­hóp­urinn tekur þetta mjög nærri sér, en það er einfaldlega niður­staðan milli þeirra og Viðbragð­steymis Reglunnar, að það verði að taka þessa erfiðu ákvörðun.

Engu að síður er það einlæg von að bræður geti átt góðar og innihalds­ríkar stundir með börnum, barna­börnum og barna­barna­börnum, fóstur­börnum og öðrum fjölskyldu­með­limum núna á aðventunni, um jólin og um áramótin.

Með bróður­legri aðventu­kveðju
Erindreki Reglunnar

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?